Á huga okkar leita þúsund spurningar hvern dag. Við veltum stöðugt fyrir okkur hvað framtíðin ber í skauti sér og nú er loks komin bók sem segja má að sé verkfæri til að vinna úr þessum pælingum. Bókin er drekkhlaðin hefðbundnum jafnt sem óhefðbundnum leiðum til að greina, spá og sjá fyrir það sem verður. Hverjir vina þinna passa þér best, hverjir verst, hvað tákna litir sem þú sérð í draumi eða vöku og hvaða orka býr í vissum mánaðardögum? Allt þetta og miklu fleira finnur þú í þessu safni og hver veit nema þú rekist á leið til að galdra til þín aukna velgengni í vinnu eða einkalífi. Höfundur getur kannski ekki ábyrgst 100% árangur en veit að af bókinni má hafa gaman og svo er það undir hverjum og einum komið hver árangurinn verður.