Nú vendum við okkar kvæði í kross og komum með gamanmál eftir hreppum hér vestra. Byrjum auðvitað í Auðkúluhreppi, en hann er víst að verða einn aðal hreppurinn hér vestra segja gárungarnir.

Þetta eru gamansögur, langar og stuttar, sem flestar hafa birst einhverntíma áður í bókum forlagsins eða fjölmiðlum. Sumar þeirra mjög snjallar. Aðrar svona la-la eins og unga fólkið segir. En þar verður hver að dæma fyrir sig. Hreppsnefnd Auðkúluhrepps og Búnaðarfélag Auðkúluhrepps koma hér mikið við sögu.

Mörgum finnst að vera þurfi einhver léttleiki í tilverunni með allri alvörunni. Það er nefnilega alltaf nóg af henni. Löngu er viðurkennt að gamansemi er lífsnauðsynleg öðru hvoru. En oft er skammt milli hláturs og gráturs!