Garðblómabókin kemur nú út í aukinni og endurskoðaðri útgáfu en fyrsta útgáfa bókarinnar, sem kom út árið 1995, er löngu uppseld. Talsverðar breytingar hafa orðið á garðblómaflóru á Íslandi síðastliðinn áratug. Í bókinni er þeim breytingum komið til skila.

Umfjöllun um fjölmargar nýjar tegundir hefur verið bætt inn í bókina, en í henni er fjallað um öll algengustu garðblóm í görðum landsmanna. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka þegar hún kom fyrst út.