Höfundur: Jón Pálsson

það fór miklum sögum af þeim sem höfðu búið hér áður eða bjuggu enn vaxnir uppúr stríðsleikjum hetjuskap og vopnaburði með spýtusverð í hendi kústskaft og potthlemm tilbúnir að höggva mann og annan svo blæddi undan GATAN ljóðsaga segir frá lífinu við götu eina þar sem hópur krakka býr og bralla margt og sumt ekki alveg hættulaust. Höfundur lítur til baka og veltir fyrir sér, kannski án þess að segja það, hvað af því öllu hafi fylgt honum á lífsgöngunni og geri enn.