Arngrím Sævar Eggertsson dreymir um að verða rokkstjarna. Vopnaður tveimur Marshall-mögnurum, Fender Stratocaster frá 1976 og innistæðulausu sjálfstrausti leggur hann af stað og hamingjan hjálpi þeim sem standa í vegi fyrir honum og hljómsveitinni. Allavega honum.

Snæbjörn Ragnarsson er sjálfsagt þekktari sem meðlimur Skálmaldar og Ljótu hálfvitanna en sem rithöfundur. Gerill er fyrsta skáldsaga Snæbjörns. Húmor og yfirgengilegheit eru allsráðandi og ekki er erfitt að giska á að höfundur spegli sig sjálfur í aðstæðum. Rokk, fyllerý og þrísom – eitthvað fyrir alla.