Höfundur: Selma Ágústsdóttir

Systkinin Baldur og Sóley eru í heimsókn hjá Nóa afa sínum sem er um margt óvenjulegur karl. Hann er einfari og býr í bát sem rak upp á land í fárviðri fyrir áratugum síðan. Fyrstu nóttina hjá afa á Baldur erfitt með að sofna. Dularfull og ágeng hljóð berast inn til hans og þegar hann loksins festir blundinn taka undarleg öfl völdin og leiða hann inn í skuggalega veröld. Þetta er nótt forboða og daginn eftir hefst geysispennandi atburðarás þar sem ungir lesendur fylgja Baldri og Sóleyju á slóðir guða og annarra vætta sem eru ekki af þessum heimi ...