Höfundur: Karen Blixen

Prófastsdætur tvær í litlu þorpi í Noregi ákveða að halda minningarhátíð um föður sinn. Til veislunnar koma dyggir fylgismenn prófastsins, þjakaðir af trúarsetningum og lífsleiða. Babette, frönsk eldabuska þeirra systra annast veisluna og tekst með töfrum matseldar sinnar að kalla fram mildi og gleði í þrúguðum hjörtum veislugesta.

Gestaboð Babette er eitthvert mesta meistaraverk Karenar Blixen. Hún lætur sér ekki eingöngu nægja að segja góða sögu; hún teflir saman á listilegan hátt andstæðum öflum tilverunnar, en fellir auk þess inn í frásögnina þungar örlagaspurningar, sem menn leita sífellt svara við.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Leikkonan Kristbjörg Kjeld les en Úlfur Hjörvar les eftirmálann, sem hann ritaði.