Trevor Noah er einna þekktastur fyrir að stýra bandaríska sjónvarpsþættinum The Daily Show og fyrir uppistand sem meðal annars má sjá á Netflix.

Í bókinni Glæpur við fæðingu segir Noah frá uppvexti sínum í Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar þegar tilvist hans var ólögleg þar sem hörundslitur foreldra hans var ekki sá sami. Þetta er mjög fróðleg saga og skemmtileg því Noah er einstakur sögumaður. Bókin hefur setið á metsölulista The New York Times frá því hún kom út árið 2016 og hefur henni meðal annars verið líst sem ástarbréfi til einstakrar móður.

Kvikmynd eftir bókinni er í bígerð og mun Lupita Nyong´o framleiða hana með Noah og leika móður hans.

Þýðandi Helga Soffía Einarsdóttir.