Höfundur: Ryan David Jahn

Klukkan fjögur aðfaranótt 13. mars árið 1964 er ráðist á Katrinu Marino fyrir utan fjölbýlishúsið þar sem hún býr. Hún er að koma heim af næturvakt. Fjölmargir nágrannar verða vitni að miskunnarlausri árásinni. En enginn kemur til hjálpar.

Sagan er byggð á sönnum atburðum, en árið 1964 var Kitty Genovese myrt í Queens í Bandaríkjunum: Þrjátíu og átta manns voru vitni að árásinni en enginn aðhafðist neitt. Síðar hafa sálfræðingar rannsakað þetta fyrirbrigði og gefið því heitið „hlutlaus áhorfandi“.

ATH. Tvær gerðir hljóðbóka eru í boði fyrir þessa vöru. Hljóðbókin er til á geisladiski (CD eða Mp3) sem afhendist í pósti eða úr verslun en einnig er hægt að fá hljóðbók sem er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á beint í gegnum app Forlagsins eða vafra (Hljóðbók – App). Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er um 7 klukkustundir og 30 mínútur að lengd. Kristján Franklín Magnús leikari les.