Höfundur: Huldar Breiðfjörð

Ungur Reykvíkingur sem sjaldan hefur komið út fyrir borgarmörkin, ákveður um hávetur að beina lífi sínu á nýjar brautir – kveðja Kaffibarinn , kaupa Lapplanderjeppa og halda í tveggja mánaða hringferð um Ísland þar sem jeppinn er bústaður hans.

Ferðin um landið verður jafnframt leit Íslendings að sjálfum sér og brugðið er óvæntu ljósi á íslenska þjóð. Hógvær og ísmeygileg gamansemi gera þessa ferðasögu um Ísland og íslenskan hugmyndaheim að hreinum skemmtilestri.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.