Höfundar: Susan Calver, Gemma Cooper

Búðu til þína eigin frábæru pappírs-gogga!

Í bókinni eru fjörtíu blöð með skemmtilegum goggum sem þú getur losað og brotið saman. Skemmtu þér með vinum þínum við að spá í skilaboðin sem þar er að finna.

Auk þess eru margar auðar goggasíður sem þú getur útbúið eins og þú vilt, litað og skreytt með límmyndum sem fylgja!