Grillveislan – læknirinn í eldhúsinu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 192 | 4.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 192 | 4.690 kr. |
Um bókina
Nú kveikir Læknirinn í eldhúsinu á grillinu og ilmur af snarkandi kolum, safaríku kjöti, seiðandi sjávarfangi og glóðarsteiktu grænmeti breiðist um garða.
Þetta er bók bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Innblástur sækir Ragnar Freyr víða að, meðal annars til Bandaríkjanna og Argentínu þar sem grillmennska hefur lengi verið í hávegum höfð. Hér er frábært úrval spennandi grillrétta og ógrynni hugmynda fyrir djarfa eldhuga að leika sér með. Krydd, nudd (rub) og meðhöndlun hráefnis fær allt sitt pláss.
Í bókinni má finna bæði fjölda einfaldra uppskrifta sem og krefjandi verkefna þar sem grillaðir eru heilir skrokkar fyrir stórar veislur. Og eins og ávallt leggur Læknirinn í eldhúsinu áherslu á skemmtilegar samverustundir fjölskyldu og vina við matargerðina og grillið.