Systurnar hafa verið á þvælingi milli fósturfjölskyldna í rúmt ár síðan foreldrar þeirra hurfu á dularfullan hátt. Sagan hefst þegar þær eru sendar til ömmu sinnar í Álftavík, ömmu sem var búið að segja þeim að væri dáin!

Þegar þær koma til Álftavíkur sýnist þeim bærinn vera rólegur lítill smábær. Þær komast þó fljótlega að því að þar ekki allt sem sýnist því að verur sem þær héldu að væru bara til í ævintýrabókum ganga um götur bæjarins, dulbúnar sem venjulegt fólk.