Grimmsystur búa hjá ömmu sinni í Álftavík innan um ævintýrapersónur og þjóðsagnaverur. Dagný er hamingjusöm með kennarann sinn, hana Mjallhvíti, en Sabrína finnur að það er eitthvað dularfullt á seyði í nýja skólanum. Þegar kennari Sabrínu finnst vafinn í risavaxinn kóngulóarvef sannfærast systurnar um að grunnskóla Álftavíkur sé skrímslavandi á höndum. Geta þær leyst gátuna?