Höfundur: Helgi Ingólfsson

Frá dögum Hómers hefur grískur goða- og hetjuheimur veitt skáldum um gervallan hinn vestræna heim innblástur. Hóratíus sótti yrkisefni þangað, Dante einnig, sem og Keats, Hölderlin og Goethe. Nokkur íslensk ljóðskáld hafa seilst í sígildan sjóðinn og má þar nefna Steinunni Sigurðardóttur, Jóhann Hjálmarsson og Matthías Jóhannessen. Í þessu kveri Helga Ingólfssonar verður enn glímt við örlög Akkillesar, Medeu, Laókóons, Kassöndru og Endymíons, en að auki fá að heyrast raddir ýmissa minni goðmagna, sem sjaldnast hafa átt sér málsvara.