Höfundar: Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, Florence Helga Thibault

Heildstæðustu heimildir okkar um norræna goðafræði koma úr Snorra-Eddu sem Snorri Sturluson er talinn hafa ritað á fyrri hluta 13. aldar.

Í þessari bók fá bæði börn og fullorðnir aðgang að mikilvægustu atriðum um heimsmynd heiðinna norrænna manna og hugmyndum um hringrás náttúrunnar, eins og nútímamenn hafa túlkað hana. Áður hafa komið út bækur með völdum álfa- og tröllasögum úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar eftir sömu höfunda.

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði skrifar formála.