Höfundur: Didda

Það er hægt að vera miðlungsgeðveikur og fá að vera í friði með það, en allt fyrir ofan miðlung fær ekki að vera í friði og þarf þess helst ekki, margir verða sjálfum sér hættulegir og það er ekki rétt einhvern veginn að drepa sjálfan sig.

Mér skilst að ættingjum leiðist þetta líka. Ég skil þá vel, ekki vildi ég þurfa að vera þetta fólk sem er að ganga frá og þrífa á þeim stöðum hérna þar sem fólk hefur verið að gera eitthvað við sig eða gera öðrum eitthvað.