Gullspangagleraugun

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2001 140 990 kr.
spinner

Gullspangagleraugun

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2001 140 990 kr.
spinner

Um bókina

Ferrara, smáborg á Ítalíu á fjórða áratug 20. aldar. Fasisminn hefur þegar fest rætur í friðsælli veröld borgaranna, hann er tíska dagsins, uppspretta bjartsýni og mikilla vona. Ungur skólapiltur af gyðingaættum skilur samt að fjölskylda hans á takmarkaðan hlut í þeirri hamingju sem gagntekur þjóð hans, og hið sama gildir um fleiri. Einn af nágrönnunum, Fadigati læknir, er dularfullur maður og flestum ráðgáta, enda býr hann yfir leyndarmáli sem reynist örlagaríkt þegar hulunni er loks svipt af því. Þótt hlutskipti unga mannsins og læknisins virðist ólíkt á ytra borði, er það í eðli sínu eitt og hið sama.

Giorgio Bassani (1916-2000) var eitt af bestu skáldum Ítalíu um sína daga. Verk hans eru að mestu sprottin úr lífinu í Ferrara, borg æsku hans. Þar segir hann frá lífi vel stæðra gyðinga sem lifa kyrrlátu og þægilegu lífi að því er virðist. En undiralda þessara skáldverka er þung, því að innst inni fjalla þau um þær tregafullu tilfinningar sem fylgja uppruna höfundarins, og þeim lýsir Giorgio Bassani af einstæðri snilld.

Guðbergur Bergsson þýðir söguna úr ítölsku og ritar eftirmála um höfundinn.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning