Hallgr. Hallgrímsson 2

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2020 300 3.290 kr.
spinner

Hallgr. Hallgrímsson 2

3.290 kr.

Hallgr. Hallgrímsson 2
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2020 300 3.290 kr.
spinner

Um bókina

Minni skólans! Minni Norðurlands! ― 50 ára afmæli Gagn-fræðaskólans, 350 manns í morgunkaffi; 450 manns í kvöldverð. Minni skólameistara! Minni kennslumálaráðherra! Minni dómsmálaráðherra! Minni kennara! ― Þeir höfðu um vorið bolað tveimur nemendum úr skólanum vegna kommúnisma, og þegar þeir komu saman aftur um haustið, ráku þeir einn nemanda enn, vegna kommúnisma. Himneski faðir. Þú gróðursettir skilningstré þekkingarinnar á meðal mannanna, skilningstré góðs og ills. Og Jahve Guð lét vaxa upp allskonar tré. Ó Guð vors lands! Minni kvenna! Minni alls Norðurlands!

Hallgrímur Hallgrímsson var einn af stofnendum Kommúnistaflokks Íslands, nam við flokksskóla Alþjóðasambands kommúnista í Moskvu, barðist með lýðveldissinnum í borgarastríðinu á Spáni og með íslenzkum verkalýð í kreppunni miklu á 4ða áratugi síðustu aldar, unz stærstu sigrunum var náð. Prýðilega ritfær stýrði hann málgögnum æskulýðshreyfingarinnar, Rauða fánanum og Landnemanum. Þessi átök kostuðu langa fangelsisvist ― Hallgrímur var dæmdur fyrir landráð.

Hann er sagður útlagi í borgaralegu þjóðfélagi, þegar hann ferst úti fyrir Austurlandi með lv. Sæborgu árið 1942. Um þann skipstapa er margt á huldu.

Í þessu seinna bindi ævisögu Hallgríms er fjallað um árin 1930-1937.

Tengdar bækur

5.790 kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
5.490 kr.
Placeholder
5.490 kr.
4.990 kr.
2.590 kr.
6.190 kr.
Placeholder
kr.
Placeholder
kr.

INNskráning

Nýskráning