Þú ert hér://Haustfórn: Malin Fors #3

Haustfórn: Malin Fors #3

Höfundur: Mons Kallentoft

Það hellirignir við Skogså-setrið fyrir utan Linköping. Regnið lemur engi og skóga og líkið sem marar í hálfu kafi í hallarsíkinu. Lögfræðingurinn Jerry Petersson, sem nýlega hefur fest kaup á Skogså og er alræmdur fyrir vægðarleysi í viðskiptum, mun ekki vinna fleiri sigra á keppinautum sínum. En hvers vegna var hann myrtur?

Malin Fors lögreglufulltrúi rannsakar málið með félögum sínum í rannsóknarlögreglu Linköping og fljótt kvikna hjá henni grunsemdir um að fyrri eigendur setursins tengist morðinu, aðalsfjölskyldan Fågelsjö, sem neyddist til að selja Jerry ættaróðalið.

Gæti salan á setrinu hafa verið tilefni til morðs? Og hver var þessi Jerry Petersson sem efnaðist á upplýsingatækni og safnaði dýrum listaverkum? Smám saman raðast upp brot úr lífi og örlögum þessa fólks sem leiddu til ótímabærs dauða.

Verð 2.190 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 505 2012 Verð 2.190 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /

Eftir sama höfund