Höfundur: Edda Björgvinsdóttir

Hvað gerir þjóðkunn leikkona þegar hún týnir dagbók sinni, óprúttinn fyrrum fjölskyldumeðlimur finnur hana (bókina) á förnum vegi, fær hana í hendur ófyrirleitnum útgefanda sem síðan lætur prenta hana (bókina) í stóru upplagi og gefur hana út? Á hún (leikkonan) að taka viljann fyrir verkið og sætta sig við orðinn hlut eða leita tafarlausra ráða til að ná sé niður á misyndismönnunum? Eða á hún að kaupa allt upplagið áður en það fer í dreifingu og giftast verðbréfasalanum, bróður útgefandans, sem spákonan Karen Lykkemose hefur gegn ríflegri þóknun fallist á að upplýsa að sé hinn raunverulegi tilgangur örlaganna með þessari gráglettnu uppákomu?