Í Heiðarvíga sögu, sem talin hefur verið með elstu Íslendingasögum, segir frá afkomendum Egils Skallagrímssonar og átökum milli Húnvetninga og Borgfirðinga.

Á síðari hluta 17. aldar virðist sem sagan hafi aðeins verið til í einu fornu handriti sem Svíar náðu til sín. Frá þeim fékk Árni Magnússon handritasafnari fyrri hluta hennar léðan sem týndist svo hjá honum í eldinum 1728 og er endursögn Jóns Grunnvíkings eina heimildin um hann en gamla handritið í Svíþjóð varðveitir seinni hluta sögunnar.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
Sigurgeir Steingrímsson les.