Höfundur: Auður Ingibjörg Konráðsdóttir

Bókin Heilsubakstur er þriðja bókin í ritröð matreiðslubóka Auðar heilsukokks. Bókin er sneisafull af girnilegu bakkelsi við allra hæfi hvort sem fólk vill glútenlausan bakstur, lágkolvetna bakstur, fljótleg hversdagsbrauð, hollt og gott sætabrauð eða hátíðabakstur. Bókin er fallega myndskreytt og inniheldur fróðleikskafla um hráefnin ásamt leiðbeiningum og uppskriftum sem henta ofnæmis og óþolsfólki.