Höfundur: Ransom Riggs

Þegar Jakob er lítill strákur segir afi Portman honum sögur af dularfullu barnaheimili sem hann ólst upp á og sýnir honum furðulegar ljósmyndir af munaðarlausum börnum.

Sextán ára gamall er Jakob hættur að taka mark á þessum lygilegum sögum og það er ekki fyrr en eftir fjölskylduharmleik sem hann fer að gruna að kannski sé eitthvað hæft í frásögn afa hans. Jakob fer til afskekktrar eyju við strönd Wales að leita að barnaheimilinu en þar fer líf hans að flækjast með hætti sem hann hefði aldrei getað órað fyrir.

Æsispennandi saga um dularfulla eyju, sérkennileg börn og stórmerkileg barnaheimili.