Í bókinni Heklað fyrir smáfólkið eru skemmtilegar og einfaldar hekluppskriftir fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Hér má sjá alls konar hekluð dýr, geimverur og vélmenni auk fylgihluta eins og húfur, hosur, teppi og smekki.

Amigurumi er heklaðferð sem allir geta lært, krakkarnir líka. Amigurumi-tískan er upprunnin í Japan þar sem vinsælt er að hekla og prjóna smádýr og krúttlegar fígúrur. Sköpunargleðin er í fyrirrúmi!

Eiguleg bók fyrir alla sem hafa gaman af hekli og handavinnu, stútfull af hugmyndum að gjöfum handa litlum krílum.

Marín Þórsdóttir er þrautreyndur heklari og eftir hana liggja fjölmörg sköpunarverk á því sviði.