Þú ert hér://Hermiskaði: Hungurleikarnir #3

Hermiskaði: Hungurleikarnir #3

Höfundur: Suzanne Collins

Katniss Everdeen hefur sloppið lifandi frá tvennum Hungurleikum en líf hennar er dýru verði keypt.

Tólfta umdæmi er brunnið til grunna en Kapítól hefur ekki enn svalað hefndarþorsta sínum. Uppreisnarmenn vilja að Hermiskaðinn verði sameiningartákn í stríðinu gegn Kapítól. Katniss er á báðum áttum – en á hún nokkurra kosta völ ef hún vill bjarga ástvinum sínum? Smám saman rennur þó upp fyrir henni að hlutverk Hermiskaðans kann að verða henni þungbærara en nokkrir Hungurleikar.

Hermiskaði er lokabindið í hinum geysivinsæla bókaflokki Suzanne Collins um Hungurleikana. Spennan er ekki minni hér en í fyrri bókunum og margt kemur á óvart – svo ekki sé meira sagt.

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Frá 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin 414 2012 Verð 1.550 kr.
Kilja 414 2012 Verð 2.375 kr.
Hljóðbók Mp3 2012 Verð 890 kr.
Rafbók - 2012 Verð 490 kr.

3 umsagnir um Hermiskaði: Hungurleikarnir #3

 1. Elín Edda Pálsdóttir

  „Lokabindi þríleiksins um Hungurleikana er enn betra en hin, glæsilega smíðuð og snjöll saga sem er að öllu leyti vel heppnuð.“
  Publishers Weekly

 2. Elín Edda Pálsdóttir

  „Collins gerir marga hluti snilldarlega; ekki síst tekst henni hvað eftir annað í kaflalok að skapa óbærilega spennu sem snýr atburðarásinni á hvolf.“
  Booklist

 3. Elín Edda Pálsdóttir

  „Höfundur kann sannarlega þá list að skapa samúð með persónum, spennan er gríðarleg og lokakaflarnir eru áhrifamiklir. Ungmenni verða ekki svikin af þessari bók.“
  Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund