Þú ert hér://Herra Jóli – Hljóðbók

Herra Jóli – Hljóðbók

Höfundur: Roger Hargreaves

Herra Jóli er harðspjaldabók fyrir börn sem jafnframt er hljóðbók – með því að ýta á takka er hægt að hlusta á hugljúft jólalag um leið og bókinni er flett og litríkar myndirnar skoðaðar. Guðni Kolbeinsson þýddi bókina.

Allir krakkar þekkja bækurnar um Herramennina og þeir halda auðvitað jól eins og aðrir. En það er mikið að gera hjá jólasveininum svo að hann sendir Herra Jóla bréf og biður hann að hjálpa sér. Herra Jóli er til í tuskið – en verkið sækist seint því að Herramennirnir eru svo margir og það þarf að finna réttu gjöfina handa hverjum og einum. Skyldi Herra Jóli geta lokið verkinu á réttum tíma – og skyldi Herra Gleyminn muna eftir að opna pakkann sinn?

Verð 990 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Innbundin - 2007 Verð 990 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

Eftir sama höfund