Höfundur: Ómar Smári Kristinsson

Vandaður leiðarvísir sem á sér enga hliðstæðu hér á landi. Það er svo merkilegt með þessar bækur hans Ómars Smára að þær henta öllum hvort sem þeir eru gangandi, akandi, hlaupandi, ríðandi eða hjólandi! Við auglýsum bækur okkar yfirleitt ekki sem stórkostlegar, meiriháttar eða snilldarverk. En, hjólabækurnar eru meistaraverk, sagði kona nokkur hér fyrir vestan! Við verðum að taka undir það.