Pagford virðist mikill fyrirmyndarbær – en undir fögru yfirborðinu eiga allir í stríði við alla. Þegar Barry Fairbrother fellur frá og skilur eftir sig sæti í sveitarstjórninni verður það upphafið að mestu átökum sem orðið hafa í bænum. Fyrsta skáldsaga J.K. Rowling fyrir fullorðna er hlaðin svörtum húmor, vekur lesandann til umhugsunar og kemur stöðugt á óvart.