Hljóðfræði er kennslubók fyrir byrjendur í hljóðfræði. Aðaláherslan er lögð á íslensku og er einkum fengist við hljóðmyndunarfræði, hljóðgreiningu og hljóðritun. Fjallað er um mismun talaðs máls og ritaðs, sér í lagi með hliðsjón af stafsetningu. Þá er rætt um hljóðtákn sem notuð eru við hljóðritun og er þar stuðst við nýlegar tillögur sem varða íslensku, en einnig höfð hliðsjón af alþjóðlegri hljóðritun. Í bókarlok eru mismunandi mállýskum gerð skil og fjallað um frávik frá hefðbundnum framburði og nýjar framburðarbreytingar. Mikill fjöldi gagnlegra æfinga fylgir öllum köflum bókarinnar.

Kennsluleiðbeiningar má finna á kennarasvæði Forlagsins. Aðgangur að því er bundinn við lykilorð sem má nálgast með því að senda póst á netfangið forlagid@forlagid.is.

Höfundurinn, Sigurður Konráðsson, er prófessor við Háskóla Íslands.