Hnefi eða vitstola orð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2013 | 2.685 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2013 | 2.685 kr. |
Um bókina
Einu sinni sat ég í útlöndum og orti ljóð á meðan Ísland brann, bankar hrundu og ráðherrar buguðust. Einu sinni sat ég í útlöndum og orti ljóð og svitnaði á meðan ég endurhlóð fréttasíður í von um nýjar og betri byltingar. Einu sinni sat ég í útlöndum og orti ljóð og horfði á tekjur mínar verða að engu í gengisfimleikum. Þetta er það ljóð.
Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig! Taktu mig!
Hnefi eða vitstola orð er sjötta ljóðabók höfundar sem einnig hefur gefið út fjórar skáldsögur, Hugsjónadrusluna (2004), Eitur fyrir byrjendur (2006) Gæsku (2009) og Illsku (2012), auk þess að þýða bæði ljóð og skáldverk. Þetta eru ágeng og nokkuð harðneskjuleg ljóð auk þess sem fylgjast má með gengisfimleikum seðlabankans frá því seint árið 2007 og fram á sumar 2013 efst á hverri opnu bókarinnar.
Eiríkur Örn Norðdahl hlaut viðurkenningu Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2007 og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem 2008. Fyrir skáldsögu sína Illsku hlaut hann bæði Íslensku bókmenntaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana.
Eiríkur Örn heldur úti síðunni
****
„Eiríkur Örn vinnur vel fyrir rithöfundalaunum sínum; hann rífur upp gengi ljóðsins um leið og hann fylgist með krónunni verða að engu. Bráðskemmtileg ljóðabók.“
Jakob Bjarnar Grétarsson / Fréttablaðið
„Þetta er eins og hríðskotabyssukveðskapur.“
Egill Helgason / Kiljan
„Hrátt og tilgerðarlaust … hressileg lesning.“
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Kiljan
„Þetta er æðisleg bók, ort í æðiskasti yfir voðanum í íslensku samfélagi i hruninu miðju. Kannski hefur Eiríkur Örn Norðdahl fundið til skyldleika við ákvæðaskáldin fornu …“
Þorgeir Tryggvason / Kjarninn.is
***1/2
„…skáldinu liggur hins vegar mikið á hjarta, því liggur hátt rómur og Hnefi eða vitstola orð birtir markverð viðbrögð einangraðs skálds í útlöndum við gerningavirði efnahagshrunsins.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið