Margir eftirminnilegir karakterar á svæðinu koma við sögu. Óborganlegar eru frásagnirnar af séra Magnúsi franska á Stað í Aðalvík, svo dæmi sé nefnt. Þegar hann lýsti samgöngum innan sóknar hjá sér sagðist hann heldur vilja fara fótgangandi til helvítis en ríðandi norður að Horni! Hornstrandir heilla. Það er ekki margbrotnara en það.