Höfundur: Hallgrímur Sveinsson

Enn vekjum við athygli á því að í Hornstrandabókum okkar er svo til eingöngu gamalt vín á nýjum belgjum. Ýmislegt í þeim kemur á óvart, einkum þeim sem yngri eru. Yfirleitt eru þetta frásagnir sem flestir eru búnir að gleyma, en geta nú gengið að á einum stað. Fjölbreyttar, áhugaverðar og spennuþrungnar frásagnir sem jafnast á sinn hátt fyllilega við glæpasögur nútímans.