Árið 1974 vann myndlistarmaðurinn Hreinn Friðfinnsson verkið House Project, sem varð síðan meðal þekktari verka hans. Húsið var byggt á röngunni og innihélt þannig allan heiminn utan sjálft sig.

Hreinn vann síðan aðra útgáfu af húsinu og var hún reist í Frakklandi árið 2008. Það hús er speglun fyrsta hússins þannig að hið ytra snéri að veröldinni en inni var veröldin sjálf.

Inni í húsinu er líkan af fyrsta húsinu, byggt úr mjóum vír. Á hólnum sem fyrsta húsið stóð byggði Hreinn einn eina útgáfu hússins, stækkaða endurgerð vírmódelsins innan úr húsinu í Frakklandi.