Höfundar: R.L. Stine, Birgitta Elín Hassell þýð


Zach er nýfluttur í fámennan og nauðaómerkilegan smábæ úr hringiðu New York-borgar. Fljótlega kemst hann að því að það er eitthvað undarlegt á seyði í húsinu við hliðina og nágranni hans, Hanna, er í hættu. Þegar hann reynir að bjarga henni leysir hann óvart úr læðingi öll skrímsli og óverur sem faðir hennar, rithöfundurinn R.L. Stine hefur skapað.

Nú þurfa Zack, Hanna og Stine að koma skrímslunum aftur í bækurnar sem þau tilheyra, áður en heimurinn allur leggst í rúst. Það ætti ekki að vera mikið mál með höfundinn sjálfan sér við hlið.

Er það nokkuð?