Hér leggur Valli upp í dularfulla ævintýraferð með Hvítskeggi töframanni. Valli þarf að finna bókrollurnar hans Hvítskeggs en þú þarft að finna Valla og vini hans. En það er ekkert auðvelt að koma auga á röndóttu peysuna og dúskhúfuna í Landi hinna gráðugu átvagla, á leikvelli hinna óþreytandi boltamanna eða í undirdjúpum Kafarahafsins.

Bækurnar um ferðalanginn Valla hafa selst í milljónum eintaka um víða veröld og eru alltaf jafnvinsælar. Leitin að Valla og vinum hans er óþrjótandi skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.