Höfundur: Martin Handford

Valli er snillingur í að týnast í mannþrönginni og þegar nútíminn dugir honum ekki fer hann í tímaferðalag! En hvort sem Valli er á meðal steinaldarmanna, Forn-Egypta, Rómverja, víkinga, samúræja, sjóræningja eða geimvera, þá er hann alltaf í röndóttu peysunni sinni og það ætti að vera auðvelt að koma auga á hann ...

Eða hvað?

Bækurnar um ferðalanginn Valla hafa selst í milljónum eintaka um víða veröld og eru alltaf jafn vinsælar. Leitin að Valla og vinum hans er óþrjótandi skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.