Höfundur: Martin Handford

Nei, hann er ekki undir rúmi, á bak við tré eða inni í tjaldi. Og hann er ekki í dulbúningi. Hann blasir við og er afar auðþekkjanlegur. Vandinn er bara að koma auga á hann í iðandi mannþrönginni ...

Hvar er hann eiginlega?

Milljónir manna hafa spreytt sig á að finna Valla og félaga hans og nú er röðin komin að þér. Leitaðu að Valla í dýragarðinum, á íþróttavellinum, á ströndinni eða í skemmtigarðinum - einhvers staðar er hann að finna ...