Höfundur: Ottavio Cappellani

Hér er á ferðinni léttleikandi átakasaga um ítalsk-ættaðan Ameríkana sem er að feta sín fyrstu spor á glæpabrautinni. Eftir misheppnað upphlaup í Ameríku er Lou Sciortino sendur til Sikileyjar, þar sem hann á að sitja við fótskör mafíuforingja umdæmisins.