Höfundur: Sigrún Haraldsdóttir

Þetta er fyrsta ljóðabók Sigrúnar Haraldsdóttur. Hún er þekkt sem einn fremsti hagyrðingur landsins en ekki er hún síðra ljóðskáld.

Ljóðin, sem hafa orðið til á löngum tíma, eru einkar falleg, tær og einlæg og láta engan ósnortinn.