Þú ert hér://Iðrun

Iðrun

Höfundur: Hanne-Vibeke Holst

Iðrun er saga fjögurra kynslóða Tholstrup-ættarinnar og spannar sjötíu ár, saga sem einkennist af einlægri ást, ástríðum og metnaði en líka blekkingum og lygum sem eitra líf fjölskyldunnar.

Ættfaðirinn Thorvald er vinsæll prestur á Jótlandi þegar Þjóðverjar hernema Danmörku. Brennandi andstaða hans í stólræðum vekur heift Þjóðverja og hann þarf að fara huldu höfði. Samband hans við félaga í  andspyrnuhreyfingunni hefur afleiðingar sem hann segir fjölskyldu sinni ekki frá þegar stríðinu lýkur.

En Leo, annar tvíburasona hans, kemst að leyndarmálinu og getur ekki fyrirgefið föður sínum – þó að hann nauðugur viljugur endurtaki blekkingaleikinn í sínu lífi.

Dóttur Leos, Helenu, gengur allt í haginn en einnig hún hefur geymt með sjálfri sér óþægilegt leyndarmál sem hún neyðist til að horfast í augu við einn örlagaríkan sólarhring í september árið 2011.

Hanne-Vibeke Holst (f. 1959) hefur skrifað f jölda skáldsagna og er einn vinsælasti rithöfundur Danmerkur. Iðrun er nýjasta verk hennar. Halldóra Jónsdóttir þýddi.

Frá 490 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja 496 2013 Verð 2.685 kr.
Rafbók - 2013 Verð 490 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / /

1 umsögn um Iðrun

  1. Kristrun Hauksdottir

    „Hanne-Vibeke Holst lætur óskaplega vel að skrifa um fólk og hvers vegna það hegðar sér eins og það gerir. Sumar persónur hennar haga sér reyndar á býsna undarlegan hátt, en það er ekkert erfitt að átta sig á því af hverju þær gera það, því svona er fólk nú bara og það er þessi óútreiknanleiki sem gerir persónur Holst svo lifandi og skemmtilegar.“
    Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Eftir sama höfund