Í heimi skyndibita, hraða og framabrauta er kannski, þegar öllu er á botninn hvolft, fátt mikilvægara en fjölskyldumáltíðin.

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sjónvarpskona er snilldarkokkur og hefur brennandi áhuga á mat og matargerð. Hér opnar hún heimili sitt og leyfir lesendum að fylgjast með sér við eldamennskuna.

Með ferskt hráefni, frjóar og skemmtilegar hugmyndir og smitandi matargleði í farteskinu galdrar hún fram gómsæta rétti við allra hæfi og gefur jafnframt ýmis hollráð. Uppáhaldsuppskriftirnar hennar eru afar einfaldar og ljúffengar — og nýtast við ótal tækifæri.