Höfundur: Rúnar Kristjánsson

Rúnar er einn af þekktari hagyrðingum landsins. Hann sýnir í þessari bók sinni, eins og þeim sem áður hafa komið út, að hann heldur fullri tryggð við þjóðlegan kveðskap, rím og stuðlasetningu. Yrkisefni hans eru margvísleg sem fyrr og hafa breiða tilvísun til mannlífs og sögu. Það er enginn vafi á því að þessi bók á mikið erindi við ljóðelska lesendur hvar sem er í landinu.