Höfundur: Guðríður Gyða Halldórsdóttir

Í þessari bók er að finna margvíslegan fróðleik um ilmkjarnaolíur. Fjallað er um uppruna þeirra, gefnar leiðbeiningar um hvernig má nota þær sér til heilsubótar og loks eru uppskriftir að öflugum blöndum sem geta spornað gegn ýmsum kvillum.

Í bókinni eru lausnir á bakverk, höfuðverk, magakveisu, hálsbólgu, hvers konar fótavandamálum og svo mætti lengi telja, allt með hjálp ilmólía.