Höfundur: Gerða Cook-Bodegom

In line for reading er ætluð nemendum í fyrstu áföngum framhaldsskóla og miðar að því að efla lesskilning þeirra og orðaforða. Gerða Cook-Bodegom hefur valið 32 blaða- og tímaritsgreinar úr ýmsum áttum og samið margvíslegar æfingar og verkefni við þær. Greinarnar eru spennandi og skemmtilegar og fjalla m.a. um gæludýrakirkjugarð, japanska skólaárið, heimavistarskóla í Kanada og tannálfa.

Áður hefur komið út eftir sama höfund bókin Reading between the Lines.