Höfundur: Sigmundur Ernir Rúnarsson

Í þessum ljóðum og ljóðsögum ferðast skáldið, Sigmundur Ernir Rúnarsson, með lesendur víða um heim. Það er lagt af stað innan úr þröngum firði og út um álfur og heima og með í för er meitlað orðfæri og einstök og heillandi sýn á lífið og tilveruna.