Hvaða nöfn má gefa íslenskum börnum og hvaða reglur gilda hér á landi um mannanöfn? Í þessari bók er að finna skrá yfir öll leyfileg íslensk nöfn og ýmsan fróðleik um nöfn og nafngjafir, til gagns og gamans fyrir nýbakaða foreldra og alla aðra sem áhuga hafa á nöfnum Íslendinga.