Höfundar: Indriði Gíslason, Baldur Jónsson, Ingólfur Hjálmarsson

Þessi bók kom fyrst út árið 1976 og hér er um endurútgáfu að ræða. Eins og höfundar greina frá í aðfaraorðum er ritið „hugsað sem rammi eða beinagrind þar sem sögð eru stutt deili á helstu bókmenntagreinum tímabilsins“. Bókin er að mestu efnislega óbreytt frá fyrri útgáfu, en hefur verið aukin af myndefni og ritaskrám.