Ísrael – Saga af manni (2002) er fjórða skáldsaga Stefáns Mána, kom næst á eftir hinni rómuðu Hótel Kalifornía. Eins og fyrri bækur hans gerist hún í heimi verkamanna og sjónarhornið er líka þar. Jakob Jakobsson, kallaður Ísrael, byrjar nýtt líf á hverju ári. Ný heimkynni, nýr vinnustaður, nýir félagar. Saga hans er þjóðarsaga síðustu áratuga. Breiðtjaldsmynd af vinnustöðum, heimilum, börum og þjóðvegum – af peningum sem hurfu, af fjölskyldum sem klofnuðu, af draumum sem brustu og mönnum sem ætluðu sér eitt en uppskáru annað.