Höfundur: Hagstofa Íslands

Íslensk starfaflokkun var fyrst gefin út árið 1994 en kemur nú út öðru sinni aukin og endurbætt.

Eitt meginmarkmið með samningu íslenskarar starfaflokkunar er að hér á landi sé unnt að beita flokkunarkerfi sem sé samhæft því sem mest er notað á alþjóðavettfangi. Íslenska flokkunin er byggð á alþjóðlegu starfaflokkuninni ISCO-88 sem gefin er út af Alþjóðavinnumálastofnuninni. Til grundvallar liggja tvö hugtök: starf, þ.e. tiltekin verkefni og skyldur eins starfsmanns, og kunnátta, þ.e. færnin i´að vinna þau verk og sinna þeim skyldum sem tiltekið starf krefst.

Við endurskoðunina hefur Hagstofa Íslands m.a. stuðst við ábendingar frá notendum ÍSTARF95. Nú er starfslýsingum gert hærra undir höfði og skyld störf tilgreind við hvern starfaflokk. Þá hefur starfsheitum verið fjölgað í tæp3.300 og atriðisorðaskrá aukin og endurbætt.